Fréttir
  • Geymslusvæði í Bolungarvík

Ný geymslusvæði

Svæðin eru fjórtán við nyrðri enda Múrhúsalands. Hægt er að sækja um strax og verða svæði afhent um leið og þau eru tilbúin. 

Gjald fyrir svæði er það sama og tekið er fyrir 40 feta gám á gámasvæði eða 16.488 kr. á ári. 

Geymslusvæðin eru eitt af þeim verkefnum sem ákveðið var að framkvæma í tengslum við umhverfisátak sem staðið hefur yfir á liðnu misseri. 

Hluti af umhverfisátakinu var að taka við málmum og timbri endurgjaldslaust í maí. Mikið af efni safnaðist á stuttum tíma. Ljóst er að mörg fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið gott starf í því að hreinsa til á sínum lóðum. 

Ég hvet alla lóðareigendur í Bolungarvík til að horfa með gagnrýnum augum á sitt nánasta umhverfi og grípa til aðgerða þar sem við á, segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri.

Byggingarfulltrúi mun gera úttekt á lóðum í bænum á næstu vikum og í framhaldi af því verður þeim lóðareigendum sem þurfa þykir send bréf til að fylgja eftir því að þeir uppfylli sínar skyldur um umgengni og útlit lóða sinna.