Fréttir
  • Covid_19

Ný útgáfa viðbragðsáætlunar vegna farsóttarinnar

Vegna Covid-19 faraldursins verður starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins með breyttu sniði. Þessi tilmæli gilda að óbreyttu til 10. nóvember 2020.

Bolungarvíkurkaupstaður beinir því til starfsfólks að reyna að takmarka ferðalög eins og kostur er í samræmi við tilmæli sóttvarnaryfirvalda.

Bolungarvíkurkaupstaður ætlast til þess að þeir starfsmenn sem koma frá höfuðborgarsvæðinu beri grímu á vinnustað næstu 5 virka daga eftir heimkomu.

Íþróttamiðstöðin Árbær

  • 20 mega vera í sundi í einu og eiga að virða 2 metra regluna.
  • 20 mega vera í íþróttasalnum í einu og eiga að virða 2 metra regluna.
  • 10 mega vera í Gunnarsstofu í einu og eiga að virða 2 metra regluna.
  • Starfsfólk beri grímu og virði 2 metra regluna.
  • Þrekloft er lokað, nudd fellur niður og gufa er lokuð.

Tónlistarskóli Bolungarvíkur

Allir nemendur 16 ára og eldri eiga að vera með grímu í skólanum og kennarar 16 ára og eldri nemenda eiga einnig að vera með grímu þegar kennsla 16 ára og eldri nemenda fer fram.

Leikskóli

Allir foreldrar og forráðamenn sem koma frá höfuðborgarsvæðinu beri grímu ef þeir þurfa að koma inn í skólann næstu 5 virka daga eftir heimkomu. Starfsmenn sem koma frá höfuðborgarsvæðinu beri grímu á vinnustað næstu 5 virka daga eftir heimkomu.

Grunnskóli

Allir foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að koma ekki í skólann að óþörfu en ef þess gerist þörf þá beri þeir grímu, spritti sig, gæti vel að sóttvörnum og virði 2 metra regluna. Starfsmenn sem koma frá höfuðborgarsvæðinu beri grímu á vinnustað næstu 5 virka daga eftir heimkomu.

Hafnarvog

Heimsóknir eru bannaðar. Einungis starfsmönnum hafnarinnar er heimilt að nýta húsnæði hafnarvogar á tímabilinu.

Þjónustumiðstöð í Ráðhúsi

Allir sem koma inn í þjónustumiðstöðina beri grímu og virði 2 metra regluna. Starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar beri grímu og virði 2 metra regluna.