Fréttir

Nýr vefur grunnskólans

Vefurinn er unninn í samstarfi við Hugsmiðjuna. Hann er skalanlegur og lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám snjallsíma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins og að hringja beint úr síma í skólann frá forsíðu.
 
Vefurinn styðst við Google Forms þjónustuna sem auðveldar foreldrum og forráðamönnum að senda inn umsóknir og erindi til skólans.
 
Viðmót vefsins tekur einnig mið af þörfum ólíkra hópa fatlaðra, svo sem blindra og sjónskertra, og þeirra sem eiga á einhvern hátt erfitt með lestur. Þannig á ekki að skipta máli hvort notandi beitir mús, lyklaborði, rödd, skjálesara, fingri eða öðru þegar vafrað er um vefinn og með því að nota mínar stillingar má breyta leturstærð og lit texta og bakgrunns og ýmislegt fleira. Raunin er reyndar sú að flest af því sem aðveldar aðgengi fatlaðra á vef nýtist á endanum öllum notendum.
 
Við erum ánægð með að vera komin með góðan og aðgengilegan vef og vonum að foreldrar, nemendur og aðrir aðstandendur njóti hans, segir Auður Ragnarsdóttir, kennari og umsjónarmaður vefsins.
 
Hugsmiðjan var stofnuð 2001 og er í meirihlutaeigu starfsmanna. Hugsmiðjan hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir vefi sína.