• Sundlaug Bolungarvíkur

26. maí 2020

Öll fyrri þjónusta aftur í boði

Íþróttahúsið Árbær opnaði á mánudaginn fyrir þjónustu sem var í boði fyrir faraldurinn nema vaðlaug en unnið er að viðhaldi á henni og mun hún opna fyrir helgi.

Húsið lokaði vegna farstóttarinnar þann 24. mars og hefur verið unnið að ýmsum lagfæringar á meðan er varðar sund- og baðaðstöðu og málnun.

Þjónusta íþróttahússins:

 • Íþróttasalur er 22x28 metrar
 • Þreksalur er vel búin tækjum
 • Sundlaug er innilaug 8x16,66 metrar
 • 41°C pottur, 39°C pottur, vaðlaug og kaldur pottur
 • Vatnsrennibraut er í sundlaugargarði
 • Sauna er með góðri hvíldaraðstöðu
 • Nuddþjónusta, tímapantanir sundlaug@bolungarvik.is og 456 7381
 • Barnagæsla virka daga kl. 17:00-19:00, helgar kl. 10:00-12:00
 • Tjaldsvæði með þjónustuhúsi

Þann 1. júní breytist opnunartími laugarinnar og húsins og verður:

 • Vikrir dagar 07:00-22:00
 • Helgar 10:00-18:00