Fréttir
  • Sundlaug Bolungarvíkur

Opnunartími sundlaugar og gufubaðstofu aukinn

Bæjarráð ákvað á fundi sínum 16. maí síðastliðinn að auka opnunartíma sundlaugar og íþróttamiðstöðvar tímabundið í sumar frá 1. júní-31. ágúst.

Í sumar verður opið á virkum dögum frá kl. 06:00 til kl. 22:00 og um helgar frá kl. 10:00 til kl. 18:00. Jafnframt mun bæjarráð skoða það að auka opnunartíma um helgar.

Gufubaðstofa

Einnig verður opnunartími gufubaðstofu aukinn og verður hún opin fyrir bæði kyn á virkum dögum frá kl. 17:00 til kl. 22:00 og um helgar frá kl. 10:00 til kl. 18:00.