• Örnefnabolur

30. júní 2017

Örnefnaskrá

Jón Valdimar Bjarnason og Kári Guðmundsson hafa tekið saman örnefnaskrá og fært Bolungarvíkurkaupstað.

Tekið var formlega við skránni í gær fimmtudaginn 29. júní í Félagsheimili Bolungarvíkur. 

Birgir Bjarnason var þeim félögum innan handar við gerð skrárinnar. 

Örnefnaskráin hefur verið gerð aðgengileg á vefnum.

Bolungarvíkurkaupstaður hefur látið framleiða boli með hjarta sem myndað er úr örnefnum í Bolungarvík og nágrenni og eru örnefnin fengin úr skránni. Bolirnir verða til sölu á markaðstorginu laugardaginn 1. júlí.