Óskað eftir starfsmanni í stuðningsþjónustu
Starfið felur í sér aðstoð við heimilishald og félagslegan stuðning.
Félagsþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar
óskar eftir að ráða
Starfsmann í stuðningsþjónustu
Óskað er eftir starfsmanni í hlutastarf í stuðningsþjónustu við einstakling sem notar hjólastól. Starfið felur í sér aðstoð við heimilishald og félagslegan stuðning. Um er að ræða u. þ. b. 10 klukkustundir á viku og vinnutími getur verið sveigjanlegur.
Óskað er eftir starfsmanni sem er ábyrgur og fær í mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri í síma 450-7000 eða í netfangið gudnyhildur@bolungarvik.is