• Síðasta kvöldmáltíðin í Hólskirkju í Bolungarvík

17. mars 2017

Óskað eftir þátttakendum

Menningar- og ferðamálaráð óskar eftir þátttakendum í síðustu kvöldmáltíðina í Bolungarvík.

Síðasta kvöldmáltíðin er þátttökuverk sem leiðir áhorfandann til móts við eigin lífsgildi og lífsstíl um leið og það beinir sjónum að samfélaginu.

Verkið er flutt á fjórum stöðum á Íslandi á skírdag, á Raufarhöfn, í Keflavík, á Höfn í Hornafirði og í Bolungarvík. Verkin verða opin öllum endurgjaldslaust.

Gestum er boðið í einskonar hugleiðslugöngu eða ratleik þar sem þeir ganga í hugleiðslu á milli 12 stöðva.

Þeim sem búa á Vestfjörðum og Vesturlandi og hafa áhuga á þátttöku er bent á að hafa samband við Ólínu Öddu Sigurðardóttir, olda86@gmail.com.