Fréttir
  • Petur Bjarnason, íþróttamaður ársins 2015

Pétur er íþróttamaður ársins

Guðbjartur Jónsson, formaður fræðslumála- og æskulýðsráðs, kynnti val Péturs með eftirfarandi orðum: 

Pétur er ungur knattspyrnumaður sem steig sín fyrstu spor með meistaraflokk árið 2014. 
Á árinu 2015 fékk Pétur tækifæri í byrjunarliði Bí/Bolungarvíkur og er óhætt að segja að hann hafi nýtt það frábærlega og komið verulega á óvart með frammistöðu sinni sl. sumar á sínu fyrsta heila tímabili í meistaraflokki þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið gott á árinu. 
Pétur lék afar vel í flestum leikjum liðsins og spilaði nokkrar stöður og vakti með því athygli stuðningsmanna sem og annarra liða. Pétur lék alla sjö leiki liðsis í Lengjubikar og 19 af 22 í Íslandsmóti. Hann skoraði sitt fyrsta mark í sigurleik á móti HK og var fyrir þann leik valinn leikmaður umferðarinnar af vefsíðunni fotbolti.net. 
Pétur er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur í Bolungarvík og hefur auk þess að spila með meistafaflokki þjálfað karakka á leikskólaaldri. Pétur fór í gegnum tímabilið í fyrra án þess að fá gult eða rautt spjald. 
Á æfingum er Pétur metnaðarfullur og æfir aukalega til að ná betri árangri. Mæting á æfingar og framkoma er til prýði.