Plokkdagur í Bolungarvík
Fimmtudaginn 16. maí verður plokkdagur í Bolungarvík.
Nú styttist óðum í sjómannadaginn í Bolungarvík og því tilvalið að taka til hendinni hér í bænum. Við hvetjum öll til þess að taka þátt í að gera bæinn snyrtilegri. Poka og plokktangir má nálgast við Musteri vatns og vellíðunar klukkan 16:00. Það verður hægt að skilja fulla poka eftir við öll götuhorn þar sem þeir verða sóttir.
Klukkan 18 verður plokkurum boðið í grill við Musteri vatns og vellíðunar.
Fyrirtæki eru hvött til þess að taka til í kringum sín fyrirtæki.