Fréttir
  • Pósturinn

Póstmerkingar í Bolungarvík

Póstkassar eða bréfalúgur eiga að vera á eða við útidyrahurðir á ein-, tví- eða fjölbýlishúsum.

Það eru vinsamleg tilmæli að bréfalúgur og póstkassar séu merkt skýrt og greinilega með fullu nafni allra sem búa í húsinu.

Lélegar eða alls engar merkingar geta orðið til þess að endursenda verði póst, sendanda og viðtakaenda til verulegra óþæginda.

Góðar merkingar húsa og póstlúga auðvelda okkur að koma póstinum til þín hratt og örugglega, það er einnig  mikilvægt að bréfberar eigi ávallt greiða leið að bréfalúgum og næg lýsing sé og póstkassar tæmdir reglulega.

Í byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir :

Í þéttbýli og annars staðar þar sem póstútburður fer fram skulu vera kassar eða bréfarifur fyrir móttöku bréfapóstsendinga á eða við útihurðir ein-, tví- og þríbýlishúsa. Þar sem tvær íbúðir eða fleiri hafa sameiginlegt aðalanddyri skulu vera bréfakassasamstæður fyrir allar íbúðir sem nýta aðkomuna. Sama á við í atvinnuhúsnæði þar sem fleiri en einn aðili hefur starfsstöð.
Bréfarifur fyrir móttöku bréfapóstsendinga skulu vera minnst 25x260 mm að stærð og staðsettar þannig að fjarlægð frá gólfi (jörðu) að neðri jaðri bréfarifu sé ekki minni en 1,00 m og ekki meiri en 1,20 m.
Bréfakassasamstæður bygginga skulu staðsettar á neðstu hæð. Lýsing við kassasamstæðu skal vera fullnægjandi.