• Ráðhús Bolungarvíkur

18. apríl 2016

Ráðhúsið – þjónustumiðstöð

- afgreiðslutími vegna framkvæmda -

Þjónustumiðstöðin í Ráðhúsinu í Bolungarvík hýsir nú Landsbankann, Íslandspóst og útibú Sýslumannsins á Vestfjörðum.

Unnið er að endurbótum á húsnæðinu svo það uppfylli betur þarfir ofangreindra aðila og bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar en þegar þeim er lokið flytur skrifstofan í sama rými.

Landsbankinn verður lokaður frá og með mánudeginum 18. apríl og í allt að tvær vikur. Hraðbankinn verður þó opinn. Einnig verður lokað hjá Sýslumanninum í allt að tvær vikur. Sækja verður þjónustu þessara aðila til Ísafjarðar meðan á endurbótunum stendur.

Íslandspóstur verður með afgreiðslu gegnum nyrðri inngang hússins, svokallaðan starfsmanna-inngang, í allt að tvær vikur. Einnig verður aðgengi að pósthólfum eins og venja er.

Bæjarskrifstofa Bolungarvíkur verður opin eins og verið hefur á annarri hæð en að loknum breytingum flytur hún niður á jarðhæð, nákvæm dagsetning flutnings hefur ekki verið ákveðin.

Við minnum á að sumardagurinn fyrsti er fimmtudagurinn 21. apríl og þá er pósturinn og bæjarskrifstofan lokuð.