Fréttir

Ráðlagt að sjóða drykkjarvatn

Niðurstaða vatnsmælinga Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í Bolungarvík sem tekin voru Mánudaginn 20. janúar reyndust vera á þann veg að neysluvatn stenst ekki kröfur skv. neysluvatnsreglugerð nr 536/2001. 

Starfsfólk vatnsveitu Bolungarvíkur hefur þegar gripið til aðgerða og yfirfarið búnað ásamt því að kanna hvort einhver möguleiki sé á að utanaðkomandi smit hafi átt sér stað í vatnslögnum bæjarins. Ný vatnssýni verða tekin í dag og má vænta niðurstöðu úr þeim á morgun, föstudag. 

Þangað til er fólki ráðlagt, sem varúðarráðstöfun, að sjóða drykkjarvatn.

Leiðbeiningar um suðu vatns frá Mast

Örverumengað neysluvatn – viðbrögð stjórnvalda og upplýsingar til almennings

Þegar heilbrigðiseftirlitið tekur sýni af neysluvatni þá er vatnið skoðað með tilliti til svonefndra vísibaktería. Þannig er leitað að saurbakteríum, kólígerlum og saurkólí gerlum en þetta eru bakteríur sem hafa uppruna sinn í þörmum dýra með heitt blóð. Tilvist þeirra segir því til um ferska eða nýlega saurmengun. Við það að finna vísibakteríur í neysluvatni gefur okkur tilefni til að álykta að aðrar og hættumeiri bakteríur gæti verið þar einnig að finna. Sterk tengsl eru milli þess að finna saurkólí í vatni og þess að finna Campylobakter sem gefur tilefni til sterkra viðbragða um leið og við finnum saurbakteríur í drykkjarvatni


Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.

Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.