• Ratsjárstöðin á Bolafjalli

19. janúar 2017

Ratsjárstöðin á Bolafjalli 25 ára

Um þessar mundir eru liðin 25 ár frá því að rekstur ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli ofan Stigahlíðar hófst. 

Rekstur stöðvarinnar hófst þann 18. janúar 1992.  

Leigusamningur um 7 hektara land undir stöðina var gerður 20. júní 1985 milli Bolungarvíkurkaupstaðar og utanríkisráðuneytisins og var hann samþykktur í bæjarstjórn 23. júní 1985. 

Vegavinna hófst 1986 en bygging stöðvarinnar hófst vorið 1987.