Fréttir
  • Viðbygging Glaðheima

Reisugildi

Verkið er á áætlun en markmið yfirstandandi árs er að steypa upp húsið og setja upp þak og glugga. 

Nýbyggingin verður 307 fermetrar og 1339 rúmmetrar að stærð og með eldra húsi verður leikskólinn samtals 615 fermetrar og 2471 rúmmetri að stærð. 

Nýbyggingin mun bæta til mikilla muna aðstöðu leikskólabarna og starfsfólks og jafnframt verður aðstaða skólans í Lambhaga lögð niður þegar viðbyggingin verður tekin í notkun. Í Lambhaga hafa eldri börn skólans haft aðstöðu. 

Arkitekt viðbyggingarinnar er Einar Ólafsson hjá Arkiteó og Þotan er aðalverktaki verksins.

Framkvæmdinni á að vera lokið 1. mars 2020.