• Landsbankinn á Ísafirði

22. desember 2017

Sætabrauðshús Lindu og Finnbjarnar

Finnbjörn Birgisson og Linda Björk Harðardóttir í Bolungarvík hafa oft gert það sér til skemmtunar á aðventunni að byggja sætabrauðshús. 

Þau leggja metnað í byggingu húsanna, svo ekki sé nú meira sagt, og það gleður marga að virða fyrir sér árangurinn. Nú á aðventunni endurbyggðu þau Landsbankahúsið á Ísafirði svo nú er það orðið eitt af sætabrauðshúsunum þeirra. 

Dæmi um önnur hús sem þau hafa byggt:

  • Hólskirkja
  • Ísafjarðarkirkja
  • Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði sem nú kallast Safnahús
  • Félagsheimili Bolungarvíkur
  • Bjarnabúð
  • Ráðhús Bolungarvíkur
  • Einarshús

Bolungarvíkurkaupstaður þakkar fyrir þetta framtak og óskar Bolvíkingum nær og fjær gleðilegra jóla og gæfuríks árs.