Fréttir
  • Finnbogi Bernódusson í Ósvör 2010. Mynd: Ágúst Atlason.

Safnvörður í Ósvör

Óskað er eftir safnverði í Ósvör í fullt sumarstarf. Í starfinu felst að taka á móti ferðamönnum á opnunartíma safnsins og móttöku skemmtiferðaskipa, veita leiðsögn og sinna ýmsum tilfallandi verkefnum. 

Hæfniskröfur eru samskiptahæfileikar, íslensku- og enskukunnátta, frumkvæðni, jákvæðni, sjálfstæði í vinnubrögðum og reynsla af þjónustustörfum er æskileg.

Opnunartími safnsins er frá kl. 10-16 alla daga. Annar opnunartími safnsins er eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Katrín Pálsdóttir, fjármála- og skrifstofustjóri, í síma 8670390 og netfangi katrin@bolungarvik.is.

Umsóknarfrestur er til 14. apríl 2023

Umsóknir sendist á katrin@bolungarvik.is.