Fréttir
  • Samvest2020

Samvest söngkeppnin 2020

Að keppni lokinni er unglingum 13-16 ára boðið á ball á vegum félagsmiðstöðvarinnar Tópazs.

Keppendur geta skráð sig í Samvest söngkeppnina gegnum viðeigandi skráningarform til og með þriðjudagsins 4. febrúar.

Úr reglum keppninnar

  • Allir flytjendur í keppninni þurfa að vera á aldrinum 13-16 ára eða úr 8-10. bekk.
  • Hvert lið má hafa einn eða fleiri söngvara ásamt bakröddum, hljóðfæraleikurum og dönsurum.
  • Upptekið undirspil skal vera algjörlega án forsöngs en má vera með bakröddum.

Að öðru leyti er hér vísað til reglna í úrslitakeppni Söngkeppni Samfés.

Miðaverð fyrir söngkeppnina er 500 kr. en frítt fyrir tíu ára og yngri og eldri borgara. Miðaverð fyrir söngkeppni og ball er 1.500 kr. Miðaverð fyrir ball er 1.200 kr. 

Samvest er forkeppni á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Samfés söngkeppnina sem fer fram laugardaginn 24. mars í Laugardalshöllinni í Reykjavík.