Fréttir

Sandur og salt fyrir bæjarbúa við hafnarvogina

Veðurspáin næstu daga er þess eðlis að það má búast við mikilli hálku á götum og gangstéttum. Jafnframt má búast við að inngangar í hús og stofnanir geti verið varasamir.

Um hádegið í dag verður búið að koma körum með sandi og salti við hafnarvogina í Bolungarvík sem íbúar geta nálgast án endurgjalds.