Fréttir
  • Lucas-alexander-sJuDgtkUyYs-unsplash

Sérkennslustjóri

Starfssvið

Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólaststefnu Bolungarvíkur.Næsti yfirmaður er Leikskólastjóri.

Stjórnun og skipulagning

  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans.
  • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa leikskólans og starfsmanna.
  • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.

Uppeldi og menntun

  • Ber ábyrgð á að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni.
  • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
  • Hefur yfirumsjón með að áherslum um kennslu annarra sérfræðinga sé framfylgt í leikskólanum og að skýrslur séu gerðar.

Foreldrasamvinna

  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim.
  • Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
  • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað

  • Ber að hafa náið samstarf við sérkennsluráðgjafa og aðra sérfræðinga sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu.
  • Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu samkvæmt boðun leikskólastjóra eða hlutaðeigandi aðila.
  • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varða starfsemi leikskólans.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem leikskólastjóri felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og leyfisbréf eða önnur menntun sem nýtist í starfið
  • Kennslureynsla á leikskólastigi er æskileg
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum kostur
  • Reynsla af stjórnun kostur
  • Reynsla af sérkennslu kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Almenn tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita lausna við verkefnum sem tilheyra starfinu
  • Hreint sakavottorð

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í menntamálum, er skapandi, lausnamiðaður og metnaðarfullur. Mögulegt er að móta starfið á annan hátt, en lýst er að ofan, í takt við þróun fyrirkomulags stjórnunar en nýr leikskólastjóri tekur til starfa 1. nóvember 2022.

Ráðið er í stöðuna frá 1. nóvember 2022. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsókn skal senda á netfangið jonpall@bolungarvik.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2022.

Upplýsingar um starfið veitir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, í síma 899-4311 eða í gegnum netfangið jonpall@bolungarvik.is.

Leikskólinn Glaðheimar

Glaðheimar er þriggja deilda leikskóli með um 50 nemendur. Í leikskólanum er unnið með heilsueflingu og lífsleikni í leikskóla sem byggist á dygðakennslu. Mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu.

Bolungarvík

Bolungarvík skartar einstakri náttúrufegurð sem býður upp á fjölbreytta útivist allt árið.

Bærinn er sannkölluð perla fyrir fjölskyldufólk þar sem finna má auðugt og heilbrigt mannlíf, góða leik-, grunn- og tónlistarskóla, sundlaug, þreksal, íþróttahús og frábærar göngu-, hjóla- og skíðaleiðir.

Í Bolungarvík er boðið upp á fjölbreytta þjónustu í göngufæri og öflugt menningarlíf með Félagsheimili Bolungarvíkur í öndvegi.

Bolungarvík er kraftmikið samfélag í einstakri umgjörð stórfenglegrar náttúru Vestfjarða þar sem tækifæri til vaxtar eru hvarvetna fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Bolungarvík er stórfenglegur staður.