Setning grunnskólans
Að lokinni skólasetningu verða foreldraviðtöl þar sem nemendur og foreldrar setja sér markmið fyrir skólaárið 2016-2017.
Byrjað verður að kenna samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. ágúst.
Til náms eru skráðir 132 nemendur og munu 32 starfsmenn sinna skólahaldinu sem er sami fjöldi starfsmanna og á liðnum vetri en nemendum hefur fjölgað um tíu.