Skóinn í gluggann!
Honum fylgja bræður hans einn og einn í senn þar til Kertasníkir, sá síðasti, skilar sér aðfaranótt aðfangadags, 24. desember.
Jólasveinarnir þurfa að huga vel að sóttvörnum, nota grímu í fjölmenni, spritta hendur vel og þvo oft og reglulega, og sérstaklega ef þeir eru að setja eitthvað í skóinn hjá krökkunum.
Þríeykið treystir jólasveinunum:
„Þeir þekkja þetta vel. Hafa orðið vitni að ýmsum hamförum og upplifað slíkan faraldur áður. Þeir kunna að passa sig og aðra“.
Allir krakkar í Bolungarvík eru hvattir til að setja skóinn út í glugga næsta föstudagskvöld svo Stekkjastaur geti sett í skóinn.