Fréttir

Skólabókasafn/ Bókasafn Bolungarvíkurkaupstaðar

Grunnskóli Bolungarvíkur auglýsir 50% stöðu skólabókasafns / Bókasafn Bolungarvíkurkaupstaðar.

Í starfinu felst afgreiðsla og skipulag safnkosts. Auk þess að styðja við kennslu og veita nemendum og starfsfólki greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum, að hvetja nemendur til lesturs og reyna að örva áhuga þeirra á lestri bóka. Sjá um pantanir og skráningu bóka fyrir bókasafn kaupstaðarins. Skráningarkerfi safnsins er Gegnir og viðkomandi gefst kostur á þjálfun á því ef þekking er ekki fyrir hendi.

Menntunar og hæfniskröfur:

· Reynsla og þekking á störfum á bókasafni er æskileg

· Frumkvæði, vandvirkni og skipulagshæfni er nauðsynleg

· Mjög gott vald á íslensku er skilyrði

· Hæfni við miðlun upplýsinga

· Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 20. október – æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn sendist á halldoras@bolungarvik.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir, skólastjóri, í síma 456-7249 , netfang: halldoras@bolungarvik.is