Skólasetning Lýðháskólans á Flateyri
Dagskrá hefst í Íþróttamiðstöð Flateyrar kl. 13:30 þar sem formleg skólasetning fer fram, að viðstöddum forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.
Frá kl. 15-18 verður fjölbreytt dagskrá um alla Flateyri. Lýðháskólinn á Flateyri, fyrirtæki og stofnanir verða með opið hús og menningar-, frumkvöðla- og fræðsluaðilar á Vestfjörðum kynna starfsemi sína. Skemmtikraftar og tónlistarfólk efla andann auk þess sem boðið verður upp á örfyrirlestra og umræðu um atvinnu- og umhverfismál.
Hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti í Gunnukaffi, opið verður á Bryggjukaffi frá kl. 11 og frá kl. 18 verða Bryggjukaffi og Vagninn opin fyrir matargesti. Að loknum kvöldverði verður skemmtidagskrá og dansleikur á Vagninum.
Hátíðin er opin öllum.