Skolvakt í Bolungarvík á degi íslenskrar náttúru
Á degi íslenskrar náttúru, þann 16. september kom Háskólasetur Vestfjarða í heimsókn til Bolungarvíkur.
Háskólasetur Vestfjarða, í samstarfi við Grunnskóla Bolungarvíkur og Bolungarvíkurhöfn, var með FlushWatch, sem á íslensku mætti kannski kalla Skolvakt, á Bolungarvíkurhöfn í tilefni dags íslenskrar náttúru. Háskólasetrið mætti með neðansjávar dróna sem nemendur stýrðu í höfninni og skoðuðu hverju hefur verið sturtað niður í klósettið. Þetta var samfélagsverkefni sem snýst um að vinna með nemendum úr Grunnskóla Bolungarvíkur að ræða hverju á og hverju á alls ekki að sturta niður í klósettið.
Nemendur setja annan drónann út í sjó
Dróninn kominn í gang og kafar niður í höfnina