• Markaðsdagur 2019

3. júlí 2020

Söluvarningur á markaðsdaginn

Á markaðsdaginn 4. júlí 2020 verður fjölbreyttur söluvarningur í boði á markaðstorginu við Félagsheimili Bolungarvíkur. 

Hægt verður að kaupa heitan mat af ýmsu tagi og ýmis konar matvörur, kleinur, kökur og annað bakkelsi, sápur, sultur, bækur, ljósmyndaprent, ýmiskonar skartgripi úr silfri og öðru, ullarvörur ýmisskonar og gamla hluti, fjölbreytt handverk, lífræn krem, föt og bolvískan harðfisk.

Mikilvægt er að muna að við erum öll almannavarnir, spritta vel og gæta að 2 metra reglunni.