• Ruslabill

7. janúar 2019

Sorphirðudögum fjölgar

Sorphirðudögum í Bolungarvík fjölgar á nýju ári.

Fjölgað verður tæmingum endurvinnslutunnu úr því að vera á fjögurra vikna fresti yfir það að vera á tveggja vikna fresti.

Að öðru leyti verður sorphirða með þeim hætti sem verið hefur.

Stefnt er að því að fara í sérstakt átak í moltugerð meðal íbúa í vor.