Fréttir

Starfsfólk óskast í umönnun

Félagsþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar auglýsir eftir starfsfólki á Ból, sem er heimili fatlaðs og langveiks ungs manns. Óskað er eftir starfsfólki í 40-90% starfshlutfall eftir samkomulagi. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum.

  • Reynsla af umönnunarstörfum er æskileg.
  • Menntun sem nýtist í starfinu er kostur.
  • Viðkomandi þurfa að vera 20 ára og eldri.
  • Óskað er eftir einstaklingum sem eru ábyrgir og góðir í mannlegum samskiptum.

Á Bóli vinnur öflugur starfsmannahópur á sólahringsvöktum. Nýir starfsmenn fá góða þjálfun og bakvakt er til staðar. Vinnuaðstaða á Bóli er eins og best er á kosið.

Umsóknir eða fyrirspurnir sendist til:
Guðnýjar Hildar Magnúsdóttur, gudnyhildur@bolungarvik.is
og Trausta Salvars Kristjánssonar, traustisalvar@gmail.com


Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.

Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.