Fréttir
  • Eldri borgarar, aldraðir, mynd: Abi Howard, unsplash.com

Starfsmaður í stuðningsþjónustu

Óskað er eftir starfsmanni í stuðningsþjónustu (félagslega heimaþjónustu og liðveislu). Um er að ræða stuðning eldri borgara og fólk með fötlun. Fjölbreytt og áhugavert starf.

Starfshlutfall er 80% stöðugildi, eða eftir samkomulagi. Framtíðarstarf í boði ef réttur starfsmaður finnst.

Óskað er eftir starfsmanni sem ábyrgur og fær í mannlegum samskiptum. Reynsla í vinnu með fólki er æskileg.

Nánari upplýsingar veitir Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri í síma 450-7000 eða í netfangið gudnyhildur@bolungarvik.is.