Starfsmenn óskast í umönnun
Félagsþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar auglýsir eftir starfsmönnum á Ból, sem er heimili fatlaðs og langveiks unglings. Óskað er eftir einum starfsmanni í fast starf og öðrum í afleysingar frá apríl til október með möguleika á framlengingu. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum.
- Reynsla af umönnunarstörfum er æskileg.
- Menntun sem nýtist í starfinu er kostur.
- Viðkomandi þurfa að vera 20 ára og eldri.
- Óskað er eftir einstaklingum sem eru ábyrgir og góðir í mannlegum samskiptum.
Á Bóli vinnur öflugur starfsmannahópur á sólahringsvöktum. Nýir starfsmenn fá góða þjálfun og bakvakt er til staðar. Vinnuaðstaða á Bóli er eins og best er á kosið.
Umsóknir eða fyrirspurnir sendist til:
Guðnýjar Hildar Magnúsdóttur, gudnyhildur@bolungarvik.is