• Bolungarvíkurhöfn

26. júlí 2018

Stefán Pétur yfirhafnarvörður

Stefán Pétur Viðarsson hefur verið ráðinn yfirhafnarvörður Bolungarvíkurhafnar.

Hann var áður háseti og vinnsluformaður á frystitogaranum Ocean Tiger og var í afleysingum á höfninni. 

Stefán Pétur er í sambúð með Ólínu Öddu Sigurðardóttur.

Bolungarvíkurkaupstaður býður Stefán Pétur velkominn til starfa.