Fréttir
  • 20220616_Strand

Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022

Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri.

Nú stendur Skipulagsstofnun fyrir kynningarfundum um skipulagstillöguna, sem verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

  • Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, 21. júní nk. kl. 16:30-18:00
  • Félagsheimilinu Bolungarvík, 22. júní nk. kl. 16:30-18:00
  • Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík, 23. júní nk. kl. 16:30-18:00

Öll sem hafa áhuga eru hvött til að koma og kynna sér tillöguna og taka þátt í umræðum.

Skipulagstillöguna ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar.