Fréttir
  • Maddison-mcmurrin-GDumtPpJsT4-unsplash

Stuðningsfjölskyldur óskast

Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn í tímabundna umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess og auka möguleika barnsins á félagslegri þátttöku.

Við leitum að fjölskyldu eða einstaklingum sem eru fær um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Um er að ræða tvo til fjóra sólahringa í mánuði. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur.

Nánari upplýsingar veitir Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 450-7000 eða í netfangið gudnyhildur@bolungarvik.is.