Fréttir
  • Grunnskóli Bolungarvíkur

Stuðningsfulltrúar

Í starfinu felst að vinna með nemendum á yngsta- og miðstigi í samstarfi við bekkjarkennara, deildarstjóra stoðþjónustu og umsjónarmanns dægradvalar.

Um er að ræða stuðning við börn með ólíkar námsþarfir ásamt því að styðja nemendur á sviði tómstundar- og frísundaiðkunar:

  • Stuðningur á yngsta stigi ásamt eftirfylgni í heilsuskóla - vinnutími 08:00-14:00
  • Stuðningur á miðstigi 08:00-14:00 - ásamt stuðning í dægradvöl 14:00-16:00

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót í samstarfi
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og samviskusemi
  • Góð tök á íslensku máli
  • Vilji til að taka þátt í leiðandi starfi skólans

Nánari upplýsingar veitir Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir, skólastjóri, í síma 4567249.

Umsóknum skilað til skólastjóra á netfangið halldoras@bolungarvik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2022.