Stuðningur á Mölum og dægradvöl
Grunnskóli Bolungarvíkur auglýsir 100% stöðu stuðnings á Mölum og dægradvöl.
Malir er 5 ára deild grunnskólans. Í starfinu felst að vinna með nemendum í samstarfi við kennara hópsins, deildarstjóra stoðþjónustu og umsjónarmanns dægradvalar. Um er að ræða stuðning við börn með ólíkar námsþarfir ásamt því að styðja nemendur á sviði tómstundar og frístundaiðkunar.
Menntunar og hæfniskröfur:
· Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
· Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót í samstarfi
· Ábyrgð og stundvísi
· Frumkvæði, skipulagshæfni og samviskusemi
· Góð tök á íslensku máli
· Vilji til að taka þátt í leiðandi starfi skólans
Umsóknarfrestur er til og með 20. október – æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn sendist á halldoras@bolungarvik.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir, skólastjóri, í síma 456-7249 , netfang: halldoras@bolungarvik.is