Fréttir
  • Bolungarvík, mynd Bjarki Friðbergsson

Styðjum við þjónustu í heimabyggð

Á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að lifa, hefur þessi veira áhrif á alla, fólk og líka fyrirtæki.

Í okkar samfélagi hafa fyrirtæki þurft að draga saman eða breyta rekstri eða jafnvel skella í lás til að minnsta kosti til 12. apríl.

Þetta eru lítil fyrirtæki eins og Klippikompaní, Snyrtistofan Mánagull, Einarshúsið og Víkurskálinn.

Þessi fyrirtæki og fleiri fyrirtæki í Bolungarvík vilja með öllum ráðum koma til móts við íbúa Bolungarvíkur til að halda uppi þjónustu en fara um leið eftir tilmælum Landlæknisembættis og almannavarna.

Svona hafa fyrirtæki háttað starfsemi sinni í ljósi aðstæðna:

Einarshúsið hefur lokað veitingasal sínum en bíður upp á að sækja pizzur af matseðli í hádegi 12-13 og kvöldin frá 18-20, fimmtu-, föstu-, og laugardag, pantanir í síma 864-1515.

Víkurskálinn hefur lokað veitingasal sínum en opnað bílalúgu og býður upp á heimsendingu fyrir þá sem hafa ekki tök á að sækja. Senda þeim skilaboð eða hringja í síma 456-7544 og þau tína saman það sem þig vantar.

Snyrtistofan Mánagull hefur lokað, en bíður upp á vörur á 20% afslætti, heimsendingu eða að hittast á snyrtistofunni, síminn hjá Ragnhildi er 690-1555

Klippikompaní hefur lokað en bíður upp á vörur á 20% afslætti, heimsending eða hittast á staðnum, hringt er í Guðlaugu í síma 865-0101.

Bókakaffið hefur lokað.

Verslun Bjarna Eiríkssonar, hefðbundin opnun, opnunartími er kl. 9-12 og 13-18, laugardag 10-16 og sunnudag 12-16.

Vélvirkinn er með óbreyttan opnunartíma á virkum dögum frá kl. 8-12 og 13-17. 

Bifreiðaverstæði Guðjóns er með óbreyttan opnunartíma á virkum dögum frá kl. 8-12 og 13-17.  

Kjörbúðin er með óbreyttan opnunartíma, mánudaga til fimmtudaga kl. 9-18, föstudaga 9-19, laugardaga 10-18 og sunnudaga 12-17. Sérstök opnun er fyrir aldraða og aðra sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti kl. 9-10 alla virka daga. 

Fylgist vel með upplýsingum á Facebook-síðum þessara fyrirtækja.

Styðjum við þjónustu í heimabyggð!
#viðerumöllalmannavarnir