Fréttir
  • Ærslabelgur

Sumarnámskeið

Allir krakkar eru velkomnir og búseta í Bolungarvík er ekki skilyrði.

Sumarnámskeiðinu verður skipt upp í fjórar vikur sem hér segir:

  1. námskeið: 5.-8. júní
  2. námskeið: 11.-15. júní
  3. námskeið: 18.-22. júní
  4. námskeið: 25.-29. Júní 

Námskeiðið er frá kl. 09:00 til 12:00 alla virka daga, fyrir utan fyrstu vikuna er námskeiðið byrjar á þriðjudegi.

Mæting er við húsnæði UMFB við Hrafnaklett þar sem krakkar og starfsfólk munu hafa aðstöðu á meðan námskeiðin standa yfir. 

Umsjónarmaður er Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir. Stefnt er að því að bjóða uppá fjölbreytta afþreyingu, leiki og upplifun eins og t.d. gönguferðir, hjólaferðir og sund svo fátt eitt sé nefnt. Borðað verður nesti um miðjan morgun og þurfa þátttakendur að koma með gott og hollt nesti að heiman. 

Verð fyrir sumarnámskeiðið er eftirfarandi: 

  • stök vika kostar 6.000 kr., 
  • 2 vikur kosta  11.000 kr. og 
  • 3 vikur kosta 15.000 kr. 

Þar sem námskeið fyrstu viku er styttra en hin er verðið fyrir það 4.000 kr. Hægt er að velja um að vera allar vikurnar eða velja úr eins og hentar. Ef valdar eru fleiri en ein vika þá þurfa þær ekki endilega að vera samliggjandi. 

Boðið er uppá að mæta með börn kl. 08:00 á námskeiðið, þá verður boðið uppá lestur, púsl og annað dundur þangað til námskeiðið hefst kl. 09:00. Þessi þjónusta kostar kr.1.000.- fyrir hverja viku. 

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Guðlaugu Rós Hólmsteinsdóttir í s. 865-0101 og í sumarnamskeidumfb@gmail.com.