Fréttir
  • Bolungarvík

Sumarstarf

Um er að ræða fullt starf á bæjarskrifstofu Bolungarvíkur. Viðkomandi þarf að vera tilbúin að takast á við fjölbreytt verkefni sem viðkoma sveitarfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð.

Aðstoð á tæknideild við tæknilega úrvinnslu gagna og teikninga, aðstoð við skipulagsmál og tilfallandi verkefni sem tilheyra tæknideild. 

Skipuleggja og aðstoða við menningarlega viðburði sveitarfélagsins ásamt því að vera tengiliður og hafa umsjón með Ósvör og Bolafjalli.

Önnur tilfallandi verkefni sem tilheyra sveitarfélaginu.

Menntun og hæfniskröfur.

Háskólamenntun á tækni eða umhverfisviði

Kunnátta í teikniforritum eins og Autocad, Gis, Illustrator, Indesign og Photoshop æskileg.

Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk.

Ráðið er í starfið eftir að yfirferð umsókna líkur en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Pálsdóttir í s. 450-7000 og á katrin@bolungarvik.is