Fréttir
  • Bolungarvíkurhöfn, mynd Haukur Sigurðsson

Sumarstarf á Bolungarvíkurhöfn

Bolungarvíkurhöfn auglýsir lausa stöðu fyrir sumarið 2024

Óskað eftir umsóknum um sumarafleysingu á höfninni í Bolungarvík

Helstu verkefni

Umsjón með eigum hafnarinnar, gæta reglu á hafnarsvæðinu og sinna þjónustu sem Bolungarvíkurhöfn kýs að veita skipum og bátum.

Bera ábyrgð á vigtun afla og annarri vöru sem um höfnina fer eftir því sem við á.

Ganga í öll tilfallandi störf sem tilheyra rekstri hafnarinnar sem og önnur störf sem yfirhafnarvörður setur fyrir.

Hæfnikröfur

Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri.

Stúdentspróf eða iðnmenntun er æskileg.

Umsækjandi þarf að vera löggiltur vigtunarmaður samkvæmt lögum nr. 91/2006, eða vera tilbúinn að sækja slíkt námskeið.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Gerð er krafa um góða alhliða tölvukunnáttu s.s. Excel og Word.

Góð íslensku- og enskukunnátta.

Rík þjónustulund og mikil færni í mannlegum samskiptum.

Snyrtimennska og góð framkoma.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2024 og óskað eftir að starfsmaður geti byrjað sem fyrst. 

Umsóknir berast yfirhafnarverði á stefanv@bolungarvik.is sem veitir nánari upplýsingar í síma 8687272.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af viðeigandi réttindum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.