Fréttir
  • Bolungarvík. Mynd: Helgi Hjálmtýsson

Sumarstörf fyrir námsmenn

Stöfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Umhirða opina svæða, gróðueyðing og ferðaþjónustutengd verkefni

Þrjú 100% störf sem felast í umhirðu opinna svæða, gróðureyðingu ágengra tegunda og aðstoð við ferðaþjónustutengd verkefni. Vinnutími er stundum sveigjanlegur. Nánari upplýsingar veitir Helgi Hjálmtýsson, helgi@bolungarvik.is.

Aðstoð við rekstur tjaldsvæðis og ferðaþjónustutengd verkefni

Eitt 100% starf sem fest í verkefnum við tjaldsvæði, sumarhátíðir, samfélagsmiðla og tengd verkefni. Vinnutími er stundum sveigjanlegur. Nánari upplýsingar veitir Helgi Hjálmtýsson, helgi@bolungarvik.is.

Afgreiðsla á Sjóminjasafninu Ósvör

Tvö 50% störf sem felast í að taka á móti safngestum, leiða þá um safnið og kynna þá sögu sem safnið byggir á. Vinnutími miðast við opnunartíma safnsins. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Halldór Árnason, sigurdur@nave.is.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Umsækjendur verða að uppfylla þau skilyrði að hafa stundað nám á vorönn 2020 og vera skráðir í nám á haustönn 2020
  • Námsmenn þurfa að vera 18 ára á árinu.

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Ráðningartími er almennt að hámarki tveir mánuðir og fellur innan tímabilsins 1. júní 2020–31. ágúst 2020.

Umsóknarfrestur um störfin er til og með miðvikudegi 27. maí 2020.