Fréttir
  • Sparkvöllur

Sumarstörf í boði

Umhverfisfulltrúi

Umhverfisfulltrúi hefur umsjón með viðhaldi grænna svæða í sveitarfélaginu og annarra útisvæða. Hann sér um viðhald opinna svæða og sér til þess að útlit bæjarins sé snyrtilegt og bæjarfélaginu til sóma.

Helstu verkefni

  • Yfirumsjón með opnum svæðum og útivistarsvæðum í samstarfi við áhaldahús.
  • Kemur að skipulagningu og starfi vinnuskóla.
  • Kemur ábendingum um umhverfisfegrun til fyrirtækja og íbúa bæjarins í samráði við umhverfisnefnd. 
  • Sér um að umhverfi tjaldsvæða í Bolungarvík og Skálavík séu viðunandi.
  • Sér um að panta sumarblóm og sér um gróðursetningu þeirra í bænum.
  • Snyrting trjálunda í eigu sveitarfélagsins í bænum.

Umhverfisfulltrúi starfar frá 15. maí til 15. september í fullu starfi. 

  • Starfsreynsla eða menntun á sviði umhverfismála æskilegt.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og leiðtogahæfni

Vinnuskóli Bolungvíkurkaupstaðar

Vinnuskóli Bolungarvíkurkaupstaðar auglýsir efir flokkstjóra. 

Vinnuskólinn er starfræktur í sex  vikur og hefst 6. júní. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí 2017. Um er að ræða 75% starf. 

Flokkstjóri vinnuskólans vinnur með umhverfisfulltrúa og verkstjóra Áhaldahúss. 

Æskilegt er að flokkstjóri getið hafið störf eftir 25. maí. 

Flokkstjóri þarf að hafa leiðtogahæfni og vera góð leiðbeinendum sínum góð fyrirmynd. Hann þarf að hafa verða orðinn 20 ára og hafa einhverja reynslu af starfi með unglingum.

Frumkvæði, leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum eru skilyrði.


Áhaldahús Bolungarvíkurkaupstaðar

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir tveimur almennum starfsmönnum til sumarstarfa í áhaldahús sveitarfélagsins.

Helstu verkefni

  • Sláttur og hreinsun opinna svæða. 
  • Vinnur með umhverfisfulltrúa og veita aðstoð í vinnuskóla.
  • Önnur tilfallandi störf í áhaldahúsi.

Starfsmenn þurfa að geta unnið sjálfstætt og af ábyrgð. Næsti yfirmaður er verkstjóri Áhaldahúss. Frumkvæði og snyrtimennska er skilyrði. 

---

Umsóknafrestur um ofantalin störf er til og með 23. apríl 2017. 

Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins eða á bolungarvik@bolungarvik.is. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Allar nánari upplýsingar veita Jón Páll Hreinsson, jonpall@bolungrvik.is eða Halla Signý hallasigny@bolungarvik.is og í síma 450-7000.