Fréttir
  • 2m

Sundlaugin opnar á mánudaginn

Sundlaugin hefur verið lokuð frá 24. mars samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 243/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar frá 23. mars 2020.

Fjöldatakmörkun verður viðhöfð og tveggja metra reglan.

Í boði eru fataskiptiklefar, sundlaug, nuddpottur og vatnsrennibrautin. Önnur þjónusta Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar verður ekki í boði að svo stöddu.

Sýkingavarnir eru ein mikilvægasta forvörnin gegn COVID-19. Gætum að eigin öryggi og annarra, sýnum hvert öðru tillitssemi og gestir eruð beðnir um að virða tveggja metra bilið eins og mögulegt er.

Gestir mega ekki koma í sund ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).


Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.

Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.