• Sundlaug Bolungarvíkur

9. desember 2020

Sundlaugin opnar á morgun

Sundlaug Bolungarvíkur opnar á ný kl. 06:00 fimmtudaginn 10. desember 2020.

Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 10. desember 2020.

Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta sund og baðstaða samkvæmt starfsleyfi. Opið verður í sundlaug og potta. Þreksalur verður áfram lokaður.

Nota þarf grímur í anddyri sundlaugar og halda 2-metra-regluna.