• Covid_19

28. apríl 2020

Takmarkanir á samkomum og skólahaldi

Sóttvarnarlæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði gildi eftirfarandi reglur frá og með 4. maí til og með 10. maí 2020. 

20 manna samkomubann

Í því felst að óheimilt er að fleiri en 20 einstaklingar komi saman, hvort sem eru í almennum- eða einkarýmum. Enn fremur skal tryggt að á öllum vinnstöðum og í allri starfssemi séu ekki fleiri en 20 einstaklingar á sama tíma inni í sama rými. Sérrelgur gilda er varða matvöruverslanir og lyfjabúðir.

2ja metra regla

Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi skal tryggja að hægt sé að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga.

Lokun samkomustaða

Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn skulu vera lokuð. Veitingastaðir skulu loka kl. 23:00 alla daga vikunnar.

Starfsemi sem krefst snertingar eða eða mikillar nálægðar er óheimil

Hárgreiðslustofur, snyrtistofur, tannlækningar, nuddstofur og önnur sambærileg þjónusta er óheimil. Allt íþróttastarf er óheimilt.

Skólahald

  • Framhaldsskólar og háskólar skulu vera lokaðir.
  • Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingu ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur blandist ekki milli hópa, til dæmis í mötuneyti eða frímínútum.
  • Leikskólar mega hafa opið samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, ef þeir tryggja að börn séu í fámennum hópum og aðskilin eins og kostur er.
  • Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.

Takmarkanir á samkomum og skólahaldi 27. apríl til 4. maí 2020

Í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði gilda ofangreindar reglur nema:

  • Leik- og grunnskólar eru lokaðir nema fyrir börn fólks á forgangslistum.
  • 5 manna samkomubann er í gildi.
  • 30 viðskiptavinir mega vera í stærri verslunum.