Tekið við brotajárni án gjalds
Í næstu viku verða olíutankar og -gámar í Bolungarvík teknir niður í brotajárn.
Íbúar og eigendur fyrirtækja geta komið með brotajárn og skilað fyrir neðan girðingu áhaldahússins og starfsmenn Bolungarvíkurkaupstaðar munu sjá um að koma því í endurvinnslu.
Ekkert gjald verður tekið fyrir þessa þjónustu vikuna 27.-31. ágúst.
Vert er að vekja athygli á því að bæjaryfirvöld hafa víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða gagnvart þeim aðilum sem ekki sinna förgun brotajárns. Samkvæmt ákvæðum 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.9.2. í byggingarreglu-gerð nr. 112/2012 er hægt að grípa til aðgerða sem fela í sér m.a. beitingu dagsekta eða ákvörðun byggingarfulltrúa um að láta fjarlægja brotajárn á lóðum á kostnað eiganda.
Stöndum saman að snyrtilegu umhverfi!