Fréttir
  • Covid_19

Þrettán smit á Vestfjörðum

Það eru því 13 einstaklingar sem eru með smit á Vestfjörðum, 8 í Bolungarvík, 2 á Ísafirði og 3 í Hnífsdal.

Allir þessir einstaklingar eru í einangrun og þeir sem eru útsettir komnir í sóttkví.

Þessi aukning smita kallaði á hertari aðgerðir aðgerðastjórnar sem tekur gildi í dag 2. apríl 2020.

Í dag voru send frá Ísafirði og Bolungarvík ríflega 20 sýni til rannsóknar og má vænta niðurstaðna á morgun, beðið er niðurstaðna fjögurra sýna frá Vesturbyggð.