Þrettándagleði. Óskum eftir drifkrafti úr samfélaginu
Menningar- og ferðamálaráð leitar eftir áhugasömum íbúum eða félagasamtökum til að taka að sér skipulagningu og framkvæmd þrettándagleðinnar í Bolungarvík.
Ráðið vill kanna áhuga þeirra sem vilja móta framtíð viðburðarins og halda hefðinni áfram. Bolungarvíkurkaupstaður mun veita styrk til verkefnisins.
Þeir sem hafa áhuga á að taka verkefnið að sér eða óska eftir frekari upplýsingum eru hvattir til að hafa samband við Olgu gata á netfangið olgat@bolungarvik.is.
Menningar- og ferðamálaráð BolungarvíkurA

