Fréttir
  • Tb

Tónlistarskóli Bolungarvíkur auglýsir eftir gítarkennara

Staða gítarkennara við Tónlistarskóla Bolungarvíkur er laus til umsóknar.

Um er að ræða 40-50% stöðu.  Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og færni í klassiskum gítarleik, en þarf jafnframt að geta kennt rytmiskan gítarleik.  Ætlunin er að geta boðið upp á fjölbreytt gítarnám og umsækjandi getur því haft bakgrunn í hvoru sem er.

Kennarinn þarf að vera fær í mannlegum samskiptum, hafa ánægju af að vinna með börnum og vera áhugasamur.

Tónlistarskóli Bolungarvíkur er rekinn af Bolungarvíkurkaupstað.  Hann er í vönduðu nýuppgerðu húsnæði og vel búinn hljóðfærum og hefur jafnframt góðan aðgang að Félagsheimili Bolungarvíkur til tónleikahalds www.felagsheimili.is.

Umsóknarfrestur er til 23. júni 2018.

Nánari upplýsingar veitir Selvadore Rähni, skólastjóri tónlistaskólans í síma 8635286 eða á netfanginu selvadore@bolungarvik.is

Greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.

Nánari upplýsingar um Tónlistarskóla Bolungarvíkur er að finna á heimasíðu: ts.bolungarvik.is.