Fréttir
  • Harmonie_djup_t850_10uv_1urk_2020021306_030

Tryggið lausamuni!

Veðurspáin fyrir föstudaginn er einkar hörð. Veðurhæð eykst með morgninum og veðrið verður í hámarki um miðjan dag með snjókomu og éljagangi og fer ekki að ganga niður fyrr en um miðnætti.

Það er veruleg hætta á að lausir munir eins og ruslatunnur fjúki í veðrinu og skemmi bíla eða brjóti rúður.

Þeir sem lenda í vandræðum vegna veðursins eru hvattir til að hringa í 112 og óska aðstoðar en ekki að hringja í meðlimi björgunarsveitarinnar.

Lögreglan á Vestfjörðum ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni á milli þéttbýliskjarna á föstudaginn nema að brýna nauðsyn beri til. Búast má við rafmagnstruflunum, að vegir teppist eða að þeim verði lokað ef hætta á ofanflóðum skapast.

Spá Veðurstofunnar fyrir Vestfirði hljómar svona:

Norðaustan stórhríð, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Einnig er spáð mikilli snjókomu eða éljagangi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, og ekkert ferðaveður er á meðan appersínugul viðvörun er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Talsverður áhlaðandi, hækkuð sjávarstaða og mikil ölduhæð fylgir veðrinu.

Myndin sýnir spákortið fyrir föstudaginn 14. febrúar kl. 12:00.

Harmonie_djup_t850_10uv_1urk_2020021306_030