Fréttir
  • Tungumalastofrar

Tungumálatöfrar-íslenskunámskeið með listsköpun og leik

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 - 9 ára börn sem fer fram í grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri dagana 6. - 11. ágúst 2024. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir íslensk börn sem fæðst hafa eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi, en námskeiðið er þó opið öllum börnum. Á námskeiðinu vinna börn í gegnum tónlist, myndlist og útiveru að skapandi verkefnum. Á sama tima er boðið upp á Töfraútvist í Önundarfirði fyrir 10-14 ára unglinga þar sem fjölbreyt útivera, leikir og sköpun úti í nátúrunni fer fram. Á lokadegi námskeiðanna, sunnudaginn 11. ágúst verður Töfraganga sem er uppskeruhátið þáttakenda beggja námskeiða og fjölskyldna þeirra.

Þáttökugjald á Tungumálatöfra er 29.950 krónur á barn / 55.000 krónur fyrir 2 systkini / 82.500 krónur fyrir 3 systkini. Námskeiðið er frá 10-14 dag hvern og mæta börn með hollt nesti með sér. 50% afsláttur á námskeiðsgjöldum er fyrir félaga Verk Vest sem vilja senda börnin sín á Tungumálatöfra. Vinsamlegast skrifið í athugasemdir í skráningarformið ef þið tilheyrið þeim og viljið nýta afsláttinn.

Skráning fyrir Tungumálatöfra og töfraútivist fer fram á heimasíðunni:hKps://tungumalatofrar.is/ Nánari upplýsingar á Facebooksíðu Tungumálatöfra:hKps://www.facebook.com/tungumalatofrarnamskeid og á tungumalatofrar@gmail.com